Annað smit hjá A-landsliðinu

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Annað smit hjá A-landsliðinu

21.10.2020 - 17:19
Annað kórónuveirusmit innan raða Knattspyrnusambands Íslands greindist á mánudaginn síðasta. Starfsmaðurinn er partur af starfsliði íslenska karlalandsliðsins.

Þetta herma heimildir mbl.is en gera má ráð fyrir því að einstaklingurinn hafi smitast af liðsstjóra íslenska liðsins sem smitaðist í síðustu viku. Allir starfsmenn voru sendir í skimun fyrir veirunni eftir að þessi tiltekni starfsmaður smitaðist. Þeir eru því báðir eins og gefur að skilja í einangrun.

Ekki hefur fengist botn í það hvort þetta smit komi til með að hafa áhrif á leikmenn íslenska landsliðsins. Síðasti leikur liðsins var gegn Belgíu á miðvikudaginn síðasta.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er staðan ekki þannig núna með leik­menn A-landsliðs karla að þeir þurfi að fara í sóttkví.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari u21 árs landsliðs karla, stýrði liðinu í leiknum gegn Belgíu en hann kom beint frá Lúxemborg þar sem liðið spilaði deginum áður. Smit greindist hjá leikmanni í því verkefni.