Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

45 ný innanlandssmit og 24 ekki í sóttkví

21.10.2020 - 11:04
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ljósmynd
45 ný innanlandssmit greindust hér á landi í gær. Það er minna en í gær og nýgengi innanlandssmita, er nú 266,2 smit. 23 eru á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu með COVID-19.

Af þeim sem greindust með nýtt smit voru 24 ekki í sóttkví við greiningu. 1.733 sýni voru greind í gær. Samanlagt hlutfall nýrra smita af fjölda sýna er 2,6 prósent.

Nú eru 1.206 manns í einangrun með COVID-19 og 2.531 eru í sóttkvi.

Á landamærunum greindist einn með kórónuveirusmitið. Sá bíður mótefnamælingar til þess að sannreyna hvort smitið sé virkt eða gamalt.

Lang flest virkra smita hér á landi eru á höfuðborgarsvæðinu eða 1.058. Þar eru líka lang flestir í sóttkví eða 1.890 manns. Næst flestir eru í einangrun á Suðurnesjum eða samtals 60 manns. Sé litið til aldurs má sjá að aldurshópurinn 18-29 ára er fjölmennastur í einangrun.