Mynd: RÚV

Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.
Stór jarðskjálfti, 5,6 að stærð, reið yfir núna á öðrum tímanum í dag. Hann fannst mjög vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Upptök skjálftans voru 6 km fyrir vestan Kleifarvatn og 14 kílómetra fyrir norðaustan Grindavík.
- Hátt í 250 eftirskjálftar höfðu mælst um klukkan 16.30, og búast má við að þeim fjölgi áfram. Stærstu eftirskjálftarnir voru 4,2 að stærð.
- Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofunnar, segir að það taki jarðskorpuna tíma að jafna sig eftir svona stóran skjálfta og greinilegur óstöðugleiki sé á svæðinu. Þó er ekki merki um gosóróa.
- Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjóni á mannvirkjum
- Samhæfingarstöð almannavarna ar virkjuð vegna skjálftans og vel er fylgst með svæðinu. Lögreglumenn munu fara um svæðið, meðal annars í Krýsuvík, til að kanna áhrif skjálftans.
Fréttastofan fylgdist með í beinni textalýsingu eftir skjálftann og helstu fréttir í kjölfar hans má finna hér að neðan. Áfram verður öflugur fréttaflutningur á öllum miðlum RÚV í útvarpi, vef og í sjónvarpi.