Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Krefjast frelsis samviskufanga í skiptum fyrir gísla

20.10.2020 - 00:54
epa08755027 Supporters of National League for Democracy (NLD) party take part an election campaign rally in Yangon, Myanmar, 18 October 2020. Myanmar plans to hold its general elections on 08 November amid the pandemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/LYNN BO BO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Vopnuð sveit uppreisnarmanna í hinu stríðshrjáða Rakhine-héraði í Mjanmar rændi nýverið þremur stjórnmálamönnum úr Lýðræðislega þjóðarbandalaginu, NLD, sem fer með öll völd í landinu. Þremenningarnir eru allir í framboði fyrir NLD í þingkosningunum sem haldnar verða 8. nóvember.

 

Uppreisnarhreyfingin, Arakan-herinn, heldur þeim í gíslingu og segir þá ekki ekki verða látna lausa fyrr en yfirvöld sleppa fjölda fólks úr haldi, sem handtekið hefur verið fyrir að taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórninni síðustu vikur og mánuði.

Stjórnvöld og her í Mjanmar hafa verið kærð til Alþjóðadómstólsins í Haag fyrir þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í Rakhine-héraði. Er það sannfæring Arakan-manna, að stjórnarflokkurinn NLD sé einn helsti sökudólgurinn í þeim voðaverkum sem þar hafa verið framin.