Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Lést í eldsvoða í Borgarfirði í gær

19.10.2020 - 09:57
Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Einn lést í eldsvoða í íbúðarhúsi í uppsveitum Borgarfjarðar, skammt frá Reykholti, í eftirmiðdaginn í gær. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá því að íbúðarhúsið hafi verið alelda við komu slökkviliðs og að einn hafi verið þar inni.

Í tilkynningu segir að lögreglu hafi borist tilkynning um eld um hálfsex-leytið í gær. Aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar og að slökkvilið frá öllum starfstöðvum Borgarfjarðar, auk aðstoðar frá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveit, hafi verið að störfum til klukkan 23:00. 

Ekki er vitað um eldsupptök og rannsókn brunans er á frumstigi. 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV