Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

217 börn í einangrun með COVID-19

19.10.2020 - 07:45
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
217 börn eru nú í einangrun með COVID-19 hér á landi en þeim hefur fjölgað um 69 á tíu dögum. Sýkingum meðal barna hefur fjölgað nokkurn veginn í takti við smit í öðrum aldurshópum á síðustu vikum. Meira en tíundi hver unglingur í grunnskólum Reykjavíkur er í sóttkví.

Barnaspítali hringsins er í sambandi við foreldra þeirra barna sem eru í einangrun, rétt eins og COVID-19-göngudeildin hefur eftirlit með fullorðnum sem eru sýktir.

Níu börn undir eins árs aldri eru smituð af kórónuveirunni og 37 á aldrinum 1-5 ára. Þá eru 97 börn á aldrinum 6-12 ára í einangrun og 74 á aldrinum 13-17 ára. 

Langstærstur hópur smitaðra er á aldrinum 18-29 ára, en það eru 364 manns. Næststærsti hópurinn er á aldrinum 30-39 ára, en 213 eru í einangrun á því aldursbili. 

Fjórir á tíræðisaldri eru nú í einangrun og 15 á bilinu 80-89 ára.