Þrjú smit hjá Barcelona

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Þrjú smit hjá Barcelona

18.10.2020 - 10:56
Handknattleiksdeild Barcelona hefur sent alla leikmenn og starfslið í sóttkví eftir að þrjú COVID-19 smit greindust hjá karlaliði félagsins á föstudaginn.

Á heimasíðu Barcelona kemur fram að allur leikmannahópur liðsins ásamt starfsfólki hafi verið sent í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með COVID-19 í skimunum á föstudaginn.

Liðið hefur óskað eftir því að næstu leikjum liðsins verði frestað en þar á meðal er leikur gegn ungverska stórliðinu Vezprem. 

Í tilkynningu frá liðinu segir að þeir leikmenn sem hafi fengið jákvætt prófi séu við góða heilsu og séu einangraðir á heimilum sínum. Þá er einnig tekið fram að liðið fari í einu og öllu eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda.