Hádegisfréttir:Landspítali við öllu búinn

18.10.2020 - 12:14
Útlit er fyrir að COVID-19 faraldurinn sé að hægja á sér, að mati farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar Landspítalans. Innlögnum á spítalann hefur ekki fjölgað mikið en búist er við að það breytist í næstu viku. 

52 greindust innanlands með COVID-19 í gær. Af þeim var 41 í sóttkví. Staðfest smit í landinu eru nú komin yfir 4.000.

Bæði borgarstjóri Kaupmannahafnar og þingflokkur Radikale Venstre bregðast síðar í dag við ásökunum um kynferðislega áreitni. Danskir miðlar segja að þetta gæti reynst örlagaríkur dagur í dönskum stjórnmálum. 

Donald Trump bandaríkjaforseti réðist í gærkvöld harkalega gegn Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, á fjölmennum kosningafundum. Kvennamótmæli í bandarískum borgum gærkvöld beindust víða gegn forsetanum. 

Minnihlutinn í sveitarstjórn Vopnafjarðar harmar að meirhlutinn hafi leyft niðurrif á gamalli rafstöð eftir Sigvalda Thordarson arkitekt. Minjastofnun biður húsinu griða og segir ekki næg rök fyrir niðurrifi. 

 

 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi