Barkley kom í veg fyrir fyrsta markalausa jafnteflið

epa08756283 Ross Barkley (L) of Aston Villa celebrates with teammates after scoring the 1-0 lead during the English Premier League soccer match between Leicester City and Aston Villa in Leicester, Britain, 18 October 2020.  EPA-EFE/Jon Super / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Barkley kom í veg fyrir fyrsta markalausa jafnteflið

18.10.2020 - 20:34
Allt stefndi í fyrsta markalausa jafntefli deildarinnar þegar að Ross Barkley skoraði sigurmark Aston Villa þegar að liðið sigraði Leicester í lokaleik dagins í ensku úrvalsdeildinni.

Leicester City og Aston Villa áttust við í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa hefur farið gríðarlega vel af stað í deildinni og var liðið með fullt hús stiga fyrir leikinn í dag, en þeir unnu meðal annars Englandsmeistara Liverpool 7 - 2 í síðustu umferð. Heimamenn hafa einnig byrjað mótið nokkuð vel og voru búnir að vinna þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Síðast þegar að liðin áttust við var það lokaleikurinn með áhorfendum í ensku deildinni.

Leicester var án Jamie Vardy í leiknum í dag og varnarmaðurinn Caglar Soyuncu var einnig frá vegna meiðsla. Leikurinn fór mjög rólega af stað og það var ekki fyrr en um miðbik fyrri hálfleiks sem álitlegar sóknir fóru að sjást frá báðum liðum. Staðan var markalaus í hálfleik og hafði þá leikurinn aftur róast talsvert. Seinni hálfleikur var einnig nokkuð rólegur og undir lok leiks virtist markalaust jafntefli vera óumflýjanlegt, það hefði þá orðið fyrsta markalausa jafntefli tímabilsins. Á fyrstu mínútu uppbótartíma átti John McGinn fína sendingu á Ross Barkley sem lét vaða á markið fyrir utan teig. Boltinn söng í netinu og sigurmark Aston Villa því staðreynd. 

Sigur Aston Villa þýðir að liðið er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og situr nú í öðru sæti deildarinnar.