Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sjö fjörugar fjölskylduþrautir í faraldri

Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir - RÚV

Sjö fjörugar fjölskylduþrautir í faraldri

17.10.2020 - 11:20

Höfundar

Helgarfríið er runnið upp og samkvæmt tilmælum sóttvarnayfirvalda er mælst til þess að allir haldi sig heima við að mestu. Helgin getur samt hæglega verið bæði fjörug og viðburðarík. Það er ýmislegt skemmtilegt sem hægt er taka upp á heima og drífa alla fjölskylduna með.

Jógastellingar

Mynd: RÚV / RÚV

Jóga er frábær leið til að hreinsa hugann og teygja á skrokknum. Allt sem þarf eru þægileg föt, dýna og smá hugmyndaflug. Hér má sjá tvo unga jógagarpa, þær Ástu Lilju og Ronju, sýna nokkrar jógaæfingar sem allir geta gert heima. Meðal þeirra stellinga sem þær kenna eru fiðrildið, plankinn og slangan. Hver getur gert besta plankann?


Þrautaleikir

Mynd: RÚV / RÚV

Það er hægt að fara með fjölskyldunni í skemmtilega þrautaleiki heima við. Hér kenna þær Linda Ýr Guðrúnardóttir og Tinna Hjálmarsdóttir áhorfendum nokkra skemmtilega leiki sem allir geta leikið heima. Hægt er að skipta í lið og fara í æsispennandi keppni á stofugólfinu.


Hljómboxið

Mynd: Roven Images / Unsplash

Ingibjörg Fríða Helgadóttir skorar á hlustendur í hlustunarkeppni. Hægt er að skipta í lið og hlusta eða jafnvel bara keppa við sjálfan sig. Það eina sem þarf er að finna nafn á liðið og svo er hægt að hefja leikinn. Hvaða lag er spilað í Kvöldverðarkonsertnum? Hvert er hljóðið? Hvert er þemalagið? Hver er kvikmyndin? Hver á röddina? Hvert rétt svar gefur tvö stig.


Danskeppni fjölskyldunnar

Mynd: FLORIAN WIESER / EPA

Hvort sem maður er vanur að taka til við að tvista eða líklegri til að dansa eins og hálfviti er ekkert mál að læra sporin hérna við skemmtilegustu lögin. Hægt er að keppa í dansi innan fjölskyldunnar ef einn er til í að vera dómari eða bara læra sporin saman til að slá í gegn í næsta fjölskylduboði. Hér má finna ýmsa dansa til að spreyta sig á.


Semja sögu

Mynd: RÚV / RÚV

Markús Már Efraím er kennari í skapandi skrifum. Hann kann fimm þumalputtareglur sem vert er að hafa í huga áður en saga er skrifuð. Hér er hægt að hlýða á ráðleggingar hans og svo má ná í blað og blýant og byrja að skrifa. Þetta er nefnilega ekkert svo mikið mál. Hvernig væri að allir í fjölskyldunni myndu lesa upp nokkrar sögur? Krakkarnir geta svo sent sögurnar inn hér.


Semja lag

Mynd: RÚV / RÚV

Emmsjé Gauti hefur verið vinsælasti rappari landsins um árabil. Hér eru fimm ráðleggingar sem hann gefur upprennandi tónsmiðum og röppurum. Svo er bara að láta slag standa. Hvernig væri að halda tónleika? Krakkarnir geta svo sent inn sitt lag hér.


Hver er maðurinn?

Mynd með færslu
 Mynd: Pixabay

Allt sem þarf er límband, blað og penni. Allir í fjölskyldunni skrifa sjö hugmyndir á blað, rífa niður og krumpa saman. Öll nöfn eru sett í skál og svo draga allir eitt nafn og líma á ennið á sér. Yngsti keppandinn byrjar að spyrja já og nei spurningar um sig. Ef svarið er já má spyrja aftur, annars spyr næsti keppandi þar til allir hafa fattað hverjir þeir eru. Er ég rauðhærð? Kann ég að galdra? Er ég Salka Sól? Lína langsokkur? Hermione Granger?

Tengdar fréttir

Menningarefni

Átta heilandi hugleiðslur fyrir sóttkvína

Sjónvarp

Fjórar stórgóðar fordæmalausar seríur í sóttkvína

Bókmenntir

Fjórar ljóðabækur í lægðinni