Dýrkeypt mistök í sex marka leik

epa08753206 Jannik Vestergaard (L) of Southampton celebrates after scoring the 3-3 during the English Premier League match between Chelsea and Southampton in London, Britain, 17 October 2020.  EPA-EFE/Ben Stansall / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL

Dýrkeypt mistök í sex marka leik

17.10.2020 - 16:04
Markasúpan i ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í dag þegar Chelsea tók á móti Southampton í öðrum leik dagsins. Alls voru sex mörk skoruð í leiknum sem endaði 3 - 3.

Edouard Mendy, nýr markvörður Chelsea, var ekki í leikmannahóp liðsins í dag vegna meiðsla og Frank Lampard þurfti því að treysta á Kepa Arrizabalaga í markinu. Hakim Zieych er hinsvegar búinn að ná sér af sínum meiðslum og byrjaði á varamannabekk Chelsea í dag. Í liði Southampton vakti það helst athygli að Theo Walcott var í byrjunarliði þeirra, hann gekk til liðs við Southampton á láni frá Everton í félagsskiptaglugganum og var því að spila sinn fyrsta leik fyrir uppeldislið sitt síðan árið 2005. 

Lið Chelsea fór betur af stað í leik dagsins og á 14. mínútu kom Timo Werner boltanum í netið en markið var dæmt af vegna ragnstöðu. Werner var aftur á ferðinni mínútu síðar þegar að hann skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Chelsea með frábæru einstaklingsframtaki. Á 28. mínútu var Timo Werner aftur á ferðinni. Jorginho átti þá magnaða sendingu inn fyrir vörn Southampton sem Werner tók á móti og sýndi mikinn styrk við að halda boltanum frá Jan Bednarek áður en hann lyfti boltanum yfir Alex McCarthy í markinu og skallaði svo boltann í autt markið. Allt stefndi í öruggan sigur Chelsea á þessum tímapunkti enda var liðið að yfirspila Southampton á löngum köflum. 

Southmapton nældi sér svo í líflínu á 42. mínútu þegar Danny Ings nýtti svo gott færi sem hann fékk skömmu fyrir hálfleik og minnkaði muninn í 2 - 1. Lið Southampton átti lipra spretti í seinni hálfleik áður en Che Adams jafnaði á 57. mínútu eftir arfaslakan varnarleik Chelsea. Timo Werner kórónaði svo frábæran leik sinn í dag með að leggja upp þriðja mark Chelsea. Hann fékk þá frábæra stungusendingu frá Pulisic og lagði boltann fyrir markið þar sem Kai Harvetz átti ekki í neinum vandræðum með að skora. 

Í uppbótartíma leiksins jafnaði danski varnarmaðurinn Jannik Vestergaard með því að stýra skoti frá Theo Walcott í netið með höfðinu. Leiknum lauk því með dramatísku 3 - 3 jafntefli en þetta er annað 3 - 3 jafntefli Chelsea í deildinni í vetur.