Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Hjálmar verður áfram formaður Blaðamannafélagsins

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Frestur til að bjóða sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands rann út á miðnætti, en framboð  þarf að berast skrifstofu félagsins ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund sem verður haldinn 29. október.

Eitt framboð barst, framboð Hjálmars Jónssonar sitjandi formanns. Hann verður því sjálfkjörinn á aðalfundinum.

Frá þessu greinir á vefsíðu Blaðamannafélagsins.

Hjálmar hefur verið formaður félagsins síðan 2010 og var áður framkvæmdastjóri þess.