Freyr á leið til Al Arabi

epa07996221 Iceland's Erik Hamren (L) during the UEFA Euro 2020 qualifier Group H soccer match between Turkey and Iceland in Istanbul, Turkey, 14 November 2019.  EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU
 Mynd: EPA

Freyr á leið til Al Arabi

16.10.2020 - 20:26
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er á leið til Katar og verður aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi.

433.is hefur heimildir fyrir þessu og greinir frá í kvöld. Freyr verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. 

Samkvæmt heimildum 433.is eru viðræður langt á veg komnar og mun Freyr halda af landi brott á næstu dögum til að skrifa undir við Al Arabi en þar hefur Heimir Hallgrímsson verið við stjórnvölinn síðustu tvö ár. Með liðinu spilar landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 

Uppfært
KSÍ staðfesti á heimasíðu sinni í kvöld að Freyr muni síðar á árinu taka við aðstoðarþjálfarastarfinu hjá Al Arabi. Freyr mun áfram gegna starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara og starfa með Erik Hamrén og þjálfarateymi hans við leikina mikilvægu í nóvember. Um er að ræða úrslitaleik umspils um sæti á EM gegn Ungverjalandi í Búdapest, og síðan tvo síðustu leikina í Þjóðadeildinni, útileiki gegn Danmörku og Englandi.