Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Von der Leyen í sóttkví

15.10.2020 - 14:58
epa08747241 European Commission President Ursula von der Leyen arrives for a two-days face-to-face European Council summit, in Brussels, Belgium, 15 October 2020. EU countries leaders are meeting in person for a two-day summit expected to focus mainly on EU-UK negotiations following Brexit, climate ambition and EU Budget.  EPA-EFE/Olivier Matthys / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AO
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Erópusambands, varð síðdegis að yfirgefa fund leiðtoga sambandsríkjanna í Brussel þegar hún frétti af því að starfsmaður á skrifstofu hennar hefði greinst með kórónuveiruna. Sjálf kvaðst hún hafa greinst neikvæð við skimun en til að gæta fyllsta öryggis væri hún farin í sóttkví.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV