Víðir gerði mistök að leyfa þjálfarana á vellinum

Mynd: Almannavarir / Almannavarir

Víðir gerði mistök að leyfa þjálfarana á vellinum

15.10.2020 - 11:35
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra las upp yfirlýsingu á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar játaði hann sig sekann um mistök um að leyfa þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta að vera viðstatt leik Íslands og Belgíu í gærkvöld þrátt fyrir að vera í sóttkví.

„Ég gerði mistök varðandi undanþágur sem veittar voru þjálfurum íslenska karlalandsliðsins í gær. Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem þeir voru í og við köllum vinnusóttkví væri næganlegt til þess að þetta teldist heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á það í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi. Fjölmargir eru í sóttkví sem ekki hafa neina heimild til að vera á ferðinni og þetta var afskaplega slæmt fordæmi. Ég tek á mig alla ábyrgð í þessu máli og þetta er sérstaklega slæmt fyrir mig vegna fyrri tenginga minna við íþróttastarfið,“ sagði Víðir þegar hann las upp tilkynningu sína.

Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari var í viðtali við RÚV fyrr í dag um aðdraganda leiksins við Belgíu, sóttkvína og það að hafa ásamt Erik Hamrén fylgst með leiknum úr glerbúri á Laugardalsvelli.

Hann bætti svo við frekar um landsliðið og þá staðreynd að leikmenn og starfslið hefði verið í faðmlögum eftir leikina. Meðal annars Þorgrímur Þráinsson eftir Rúmeníuleikinn sem nú er sýktur af COVID-19. „Í fréttum í morgun koma fram myndir sem sýna fögnuð leikmanna og knattspyrnusambandsins eftir landsleik í síðustu viku. Samkvæmt þeim reglum sem knattspyrnusambandið hafði kynnt okkur varðandi sóttkví og framkvæmd leiksins með svokallaðri vinnusóttkví. Var okkar skilningur að leitast væri við að ekki væri blöndun milli hólfa og hópa við framkvæmd leikja. Þegar slíkt væri nauðsynlegt væri sérstaklega gætt að sóttvörnum. Á þeirri mynd sem birtist með fréttunum er því ekki fylgt. Það eru fyrst og fremst vonbrigði.“

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Rosalega óþægilegt og skrítnar tilfinningar“

Fótbolti

Segja Þorgrím hafa brotið sóttvarnareglur

Fótbolti

Hafa spilað á 30 leikmönnum í haust

Fótbolti

Belgar á toppinn eftir sigur í Laugardalnum