
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Auk Bandaríkjanna koma Ástralía, Kanada, Ítalía, Japan, Lúxemborg, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bretland að samkomulaginu. Hvorki Rússar né Kínverjar hafa sýnt áhuga á þátttöku. Kínverjar vinna nú að eigin áætlun um tunglferðir.
Jim Bridenstine forstjóri NASA lýsir mikilli bjartsýni varðandi áætlunina sem hann segir vera leiðina að því langþráða markmiði senda mönnuð geimför til tunglsins. „Undirritunin í dag tryggir örugga, friðsamlega og happasæla framtíð alls mannkynsins í geimnum,” segir Bridenstine.
Stjórnendur NASA hafa lagt mikla áherslu á alþjóðlega samvinnu við tungl- og geimferðalög og varanlega dvöl manna á tunglinu. Ætlunin er að sækja ís á suðurpól tunglsins.
Með því verði mannkyni tryggt drykkjarvatn auk þess sem unnt verði að kljúfa sameindir vatnsins til að tryggja geimförum eldsneyti til heimferðar. Bridestine telur að vel heppnaðar ferðir til tunglsins leggi svo grunninn að mönnuðum ferðum til reikistjörnunnar Mars.