Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sextíu innanlandssmit í gær

11.10.2020 - 11:12
Mynd með færslu
Biðraðir eftir COVID-sýnatöku heyra vonandi sögunni til Mynd: RÚV - Ljósmynd
60 innanlandssmit greindust í gær. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 237,3 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267. Í gær var það 226 og hækkar því aðeins á milli daga.

36 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en það eru 60 prósent.

2.152 sýni voru tekin innanlands í gær, en daginn áður voru þau 3.213. Nú eru 1.017 í einangrun og 3.916 í sóttkví. 25 eru á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu, eins og í gær.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV