Swiatek fyrst Pólverja til að vinna risatitil í tennis

epa08734180 Iga Swiatek of Poland reacts as she plays Sofia Kenin of the USA during their women’s final match during the French Open tennis tournament at Roland ​Garros in Paris, France, 10 October 2020.  EPA-EFE/JULIEN DE ROSA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Swiatek fyrst Pólverja til að vinna risatitil í tennis

10.10.2020 - 14:47
Úrslitaleikur opna franska meistaramótsins í tennis fór fram í dag, þar mættust Iga Swiatek og Sofia Kenin á Roland Garros vellinum. Swiatek tók sér rétt rúmlega klukkustund í að vinna leikinn nokkuð sannfærandi og vann þar með fyrsta titil Pólverja á risamóti í tennis.

Það má segja að Swiatek hafi komið, séð og sigrað þetta mót, því hún tapaði ekki einni hrinu á öllu mótinu þrátt fyrir að hafa mætt meðal annars efstu konu heimslistans Simonu Halep frá Rúmeníu. Swiatek sem er einungis 19 ára gömul var í 48. sæti heimslistans fyrir mótið.

Verkefnið fyrir úrslitaleikinn var aftur á móti snúið, þar mætti hún Sofiu Kenin sem er í fjórða sæti heimslistans. Það fór aftur á móti aldrei á milli mála að Swiatek pældi lítið sem ekkert í því og spilaði frábærlega allan tímann. Hún vann fyrra settið 6-4 og í öðru settinu vann hún öruggan 6-1 sigur og 2-0 í settum. 

Fyrir sigurinn fær Swiatek tæpar tvær milljónir bandaríkjadala eða því sem nemur 263 milljónum íslenskra króna.