Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Neyðarástand enn í Kirgistan

10.10.2020 - 18:00
epa08732180 Sadyr Japarov's supporters staged riots on the central Ala-Too square in Bishkek, Kyrgyzstan, 09 October 2020. According to reports, Kyrgyz President Sooronbai Jeenbekov has declared on 09 October 2020 a state of emergency in Bishkek, after ongoing mass protests against the results of the 2020 Kyrgyz parliamentary elections that was held on 05 October.  EPA-EFE/IGOR KOVALENKO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Kirgistan hafa komið Almazbek Atambayev fyrrverandi forseta landsins bak við lás og slá að nýju. Mótmælendur Þingið kaus nýjan forsætisráðherra í dag.

Kirgistan er í Mið-Asíu og var eitt fimmtán lýðvelda Sovétríkjanna þar til landið fékk sjálfstæði árið 1991.

Mikil ólga hefur verið í Kirgistan í kjölfar umdeildra þingkosninga þar í landi síðastliðinn sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu viðurkenndi ekki niðurstöður kosninganna.

Á þriðjudaginn var frelsuðu mótmælendur Almazbek Atambayev úr haldi, en hann hefur verið í fangelsi síðan í fyrra. Við honum blasti ellefu ára fangelsisvist fyrir spillingu.

Talskona forsetans fyrrverandi staðfestir þær fregnir að sérsveitir ríkisins höfðu hendur í hári Atambayevs í dag ásamt lífverði hans og samverkamanni öðrum.

Að sögn þjóðaröryggisnefndar ríkisins eru mennirnir grunaðir um að ætla að efna til verulegrar upplausnar í landinu. Nú sé verið að leita uppi aðra sökunauta þeirra.

Skömmu eftir handtökuna greiddi meirihluti þingsins atkvæði með því að Sadyr Japarov tæki við sem forsætisráðherra landsins. Hann er einn þeirra stjórnmálamanna sem sleppt var úr fangelsi í vikunnu.

Japarov er þjóðernissinni og þykir auk þess harður í horn að taka. Hann hvatti enda Sooronbay Jeenbekov forseta landsins að standa við yfirlýsingu sína um afsögn sem hann gaf á föstudag meðan mótmæli í landinu stóðu sem hæst.

Þann dag lýsti forsetinn yfir neyðarástandi í höfuðborginni Bishkek. Því er ætlað að gilda uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og lögum og reglu verður komið á í landinu.

Mikill viðbúnaður er nú í og umhverfis höfuðborgina og útgöngubann hefur verið sett á. Stjórnvöld í Kreml eru uggandi yfir ástandinu í Kirgistan sem bætist við mótmælin sem staðið hafa yfir í Hvíta Rússlandi og stríðsógnina í Nagorno-Karabach.