Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Mótvægisviðbrögð metin með vísindarannsókn

epa08675045 A man wearing protective face mask walks in front of COVID-19 sampling station in Prague, Czech Republic, 17 September 2020. Czech Republic had record rise in COVID-19 infections from last week as country has third highest increase in Europe, after Spain and France.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Álitið er að meta megi framvindu kórónuveirufaraldursins með tilliti til þeirra samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til. Ríkisstjórnin ákvað á fundi í gærmorgun að veita fimm milljónum af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til slíkrar rannsóknar.

Undanfarið hafa rannsóknir á því hvers konar aðgerðir henti best til að takast á við kórónuveirufaraldurinn hlotið aukið vægi í umræðunni. 

Thor Aspelund, prófessor í tölfræði, kynnti í Kastljósi fyrr vikunni nýtt spálíkan sem finnskir sérfræðingar hafa þróað til að meta áhrif sóttvarnaaðgerða á þróun faraldursins. Sama líkan verður notað hér á landi.

Sérfræðingahópurinn telur að með því að meta framvindu faraldursins með tilliti til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til megi finna hentuga samsetningu viðbragða við honum. Nefna megi landamæraskimun og margvíslegar smitrakningarleiðir í því samhengi.

Þannig verði hægt að lágmarka fjölda smita í samfélaginu. Fyrirhugað er að vinna verkefnið í samvinnu við finnska vísindamenn sem hafa gert sambærilega rannsókn og aðlaga niðurstöðurnar að íslenskum staðháttum.