Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Hlýnandi veður og rigning í kortunum

10.10.2020 - 08:13
Veður
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Gert er ráð fyrir hægri breytilegri átt á landinu í dag og léttskýjuðu veðri, þó verður norð-vestan strekkingur og skýjað með austurströndinni fram undir hádegi.

Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýnandi veðri, að hitastigið verði fjögur til tíu stig eftir hádegi. Á Suður- og Vesturlandi þykknar upp í kvöld með vaxandi suðaustanátt og rigningu.

Á morgun er búist við suðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu en vindur verður yfirleitt hægari síðdegis. Víða rignir en þurrt verður að kalla norð-austantil á landinu fram undir kvöld.

Hiti verður á bilinu sex til tólf stig og talsverð úrkoma sunnanlands. Á morgun sunnudag spáir Veðurstofa hægri breytilegri átt og léttskýjuðu veðri og hita á bilinu fimm til níu stig þegar líður á daginn.

Þykkna mun upp með kvöldinu með vaxandi suð-austan átt með rigningu og tíu til fimmtán metrum á sekúndu. Eftir hádegi er gert ráð fyrir hægari vindi, 7 til 10 stiga hita og vætu með köflum.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV