Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hafnarfjarðarvegi lokað til suðurs - umferð um hjáleið

Hafnarfjarðarvegur lokaður laugardaginn 10. október milli klukkan 8 og 18 vegna vinnu við vegamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar í Garðabæ.
 Mynd: Vegagerðin
Hafnarfjarðarvegur verður lokaður til suðurs í dag, laugardaginn 10. október milli klukkan 8 og 18 vegna vinnu við vegamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar í Garðabæ.

Umferð verður beint um hjáleið fram hjá vinnusvæðinu eftir Vífilsstaðavegi og Hraunsholtsbraut inn í Engidal.

Ekki verður hægt að komast af Hafnarfjarðarvegi inn á Vífilsstaðaveg til austurs. Þeim ökumönnum sem ætla þá leið er bent á hjáleið um Góðatún og Litlatún og inn á Vífilsstaðaveg.

Umferð um Vífilsstaðaveg verður óhindruð og sömuleiðis á Hafnarfjarðarvegi til norðurs. Búast má við einhverjum umferðartöfum vegna framkvæmdanna.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV