Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

97 smit greindust í gær - nýgengi smita nú 213

09.10.2020 - 11:07
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ljósmynd
97 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 94 í fyrradag. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 213 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267. Í gær var það 198,8 og hækkar því nokkuð á milli daga.

56 af þessum 97 voru í sóttkví við greiningu, eða rétt rúmlega helmingur. Á fimmta þúsund sýni voru tekin í gær. 24 eru á sjúkrahúsi og þar af þrír á gjörgæslu. Alls eru nú 915 í einangrun með COVID-19 hér á landi og rétt tæplega fjögur þúsund í sóttkví.