Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Líkamsárásir og slagsmál í gærkvöldi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tvær tilkynningar um líkamsárásir í gærkvöldi. Í báðum tilfellum var gerandinn farinn af vettvangi, en í að minnsta kosti öðru tilvikinu var þolandi fluttur á bráðamóttöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá slagsmálum tveggja manna í fjölbýlishúsi. Lögreglumenn þurftu að stía þeim í sundur við komuna á vettvang, en eftir samtal var ekkert aðhafst frekar í máli mannanna.

Þá barst tilkynning um eld í geymsluhúsnæði, en slökkvliðið var fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Nokkrir ökumenn voru teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk þess sem byggingarefni var stolið af vinnusvæði.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV