Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hæglætis veður og hlýnar um helgina

08.10.2020 - 07:10
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Í dag verður norðlæg átt víðast hvar á landinu. Búast má við bjartviðri suðaustanlands en skýjað um landið vestanvert og allvíða rigning norðan og austanlands. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn. 

Á föstudag og laugardag er útlit fyrir hæglætis veður víðast hvar á landinu, og einnig framan af degi á sunnudag. Á sunnudagskvöld gengur hins vegar í ákveðna suðaustanátt með rigningu sunnan og vestanlands og hlýnandi veðri.

Samkvæmt yfirliti frá Vegagerðinni er hálka, snjóþekja og hálkublettir á fjallvegum víða um land. Hálkublettir eru einnig í Húnavatnssýslum og á köflum með Suðurströndinni. Annars er víðast hvar greiðfært. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV