Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

30 útköll vegna COVID og eldur í lyftara á vörulager

Mynd með færslu
 Mynd: Slökkviliðið á höfuðborgar
Síðasti sólarhringur var annasamur hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 124 sjúkraflutningum var sinnt, en af þeim voru 23 forgangsflutningar og 30 verkefni tengd COVID-19. 

Dælubílar slökkviliðsins sinntu þremur minniháttar útköllum og einu stærra, en rétt fyrir klukkan fjögur í nótt barst tilkynning um að eldur væri laus í lyftara innanhúss á vörulager. Vel gekk að slökkva og reykræsta, eins og einnig kom fram í dagbók lögreglu.

Á Facebook-síðu slökkviliðsins kemur fram að aukið álag vegna COVID-19 kalli á aukinn mannafla á vakt, á sama tíma og starfsfólki er skipt upp í smærri hópa til að koma í veg fyrir að missa marga í sóttkví eða einangrun. Samkomulag er í höfn um að slökkviliðið fái að nýta hluta húsnæðis ÍSOR við Grensásveg í Reykjavík, þar sem aðstaða verður fyrir tvo sjúkrabíla og sjúkraflutningafólk. Slökkviliðið reiknar með að fá húsnæðið afhent á næstunni.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV