Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Atkvæðagreiðslu um verkfall hjá Rio Tinto lýkur í dag

07.10.2020 - 08:04
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist Jónsson - RÚV
Atkvæðagreiðsla um skæruverkfall 400 starfsmanna, fimm stéttarfélaga, hjá Rio Tinto klukkan eitt í dag. Það er mikill meirihluti alls starfsfólks í álverinu. Samþykki þau aðgerðir, hefjast þær á föstudag eftir rúma viku.

Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, eins stéttarfélaganna fimm, segir að 16. október fari ákveðnar starfsstéttir í verkfall á hverjum degi út nóvember og eftir það hefst allsherjarverkfall ef ekki verður um samið. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á að liggja fyrir fljótlega eftir hádegi.

Samkvæmt könnun sem var gerð innan félagsmanna styður meirihluti aðgerðir. Samningar félaganna hafa verið lausir síðan í byrjun júlí, en samið hafði verið um 24.000 króna launahækkun í mars með þeim fyrirvara að Rio Tinto næði nýjum raforkusamningum við Landsvirkjun fyrir lok júní. Þegar það tókst ekki féllu samningarnir úr gildi og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara.