Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Forstjóri Útlendingastofnunar sækir um sýslumanninn

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Skjáskot
Sjö umsóknir bárust um embætti Sýslumannsins á höfðuborgarsvæðinu en umsóknarfrestur rann út 1. október. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, er meðal umsækjenda.

Listi yfir umsækjendur er birtur á vef Stjórnarráðsins.

Þar kemur fram að eftirtalin sóttu um embættið: 

 • Petra Baumruk, lögfræðingur
 • Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunnar
 • Þuríður Árnadóttir, sviðstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu
 • Hjördís Stefánsdóttir, sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu
 • Karl Óttar Pétursson, lögmaður
 • Úlfar Lúðvíksson, Lögreglustjórinn á Vesturlandi
 • Sigríður Kristinsdóttir, sviðstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarkaupstaðar

Umsóknarfrestur um embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra rann einnig út 1. október. Umsækjendur voru fimm:

 • Arnar Ágústsson,  nemi og fyrrverandi 1. stýrimaður
 • Stefán Ólafsson, lögmaður
 • Birna Ágústsdóttir, löglærður fulltrúi Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
 • Björn Hrafnkelsson, fulltrúi hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra
 • Karl Óttar Pétursson, lögmaður

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir