Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Hlutabréf í Icelandair lækka

02.10.2020 - 16:54
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Hlutabréf í Icelandair féllu um 2,15 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa stendur nú í 91 eyri. Hlutabréfin voru seld á genginu ein króna í hlutafjárútboðinu sem lauk í síðasta mánuði.

 

Heildarviðskipti með hlutabréf í Icelandair námu tæpum 85 milljónum króna í dag. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á afkomu félagsins og hefur verðmæti hlutabréfa lækkað um 87,6 prósent á þessu ári.

Icelandair hefur aflýst tugum flugferða í þessari viku og aðeins tvær ferðir eru fyrirhugaðar á morgun, önnur til Amsterdam og hin til Boston.

Fjölgun innanlandssmita hefur haft þær afleiðingar að fjölmörg ríki, þar á meðal Bretland og Þýskaland, hafa sett Ísland á rauðan lista yfir þau lönd sem teljast áhættusvæði með tilliti til kórónuveirunnar.  Allir farþegar sem koma frá Íslandi þurfa því að fara í tveggja vikna sóttkví.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að fyrirkomulag landamæraskimunar verði óbreytt til 1. desember.