Skipverjar töldu rétt að halda sig utan heimilis

01.10.2020 - 10:59
Mynd með færslu
 Mynd: Síldarvinnslan/Ómar Bogason - Gullver
Það skýrist síðar í dag hvort skipverjar af Gullver, togara Síldarvinnslunnar, eru smitaðir að COVID-19. Skipið sigldi til heimahafnar á Seyðisfirði í gærkvöld eftir að fimm skipverjar sýndu einkenni. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Austurlands tók sýni úr þeim í morgun og eru þeir í einangrun á Seyðisfirði. Hinir tíu sem ekki höfðu sýnt einkenni eru í sóttkví meðal annars á gistiheimili og ákváðu sjálfir að fara ekki heim til fjölskyldna sinna.

Nú er verið að landa 73 tonnum úr skipinu aðallega þorski. Löndunarstarfsmenn nota hlífðarbúnað en skipið er lokað nema lestin og löndunarkraninn um borð. Reynist sýni úr áhöfninni jákvæð þarf að sótthreinsa skipið hátt og lágt. Samkvæmt upplýsingum frá Síldarvinnslunni verður Gullver ekki sent út aftur með annarri áhöfn nema í samráði við aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi. 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi