Jöfnunarmark Stjörnunnar í uppbótartíma

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Jöfnunarmark Stjörnunnar í uppbótartíma

01.10.2020 - 22:12
Stjarnan og FH gerðu jafntefli í lokaleik kvöldsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Jöfnunarmark Stjörnunnar kom á þriðju mínútu uppbótartíma.

Fyrri hálfleikur var bragðdaufur og markalaus í Garðabænum í kvöld. 

Pétur Viðarsson kom FH svo yfir á 54. mínútu og þannig stóð þegar venjulegum leiktíma lauk. Á þriðju mínútu fjögurra mínútna uppbótartímans jafnaði Hilmar Árni Halldórsson hins vegar fyrir Stjörnuna og úrslitin 1-1.

FH-ingar líta örugglega á þessi úrslit sem tvö töpuð stig enda þurftu þeir stig til að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. Bæði lið, FH og Valur, hafa nú leikið jafnmarga leiki og eru Valsmenn með 8 stiga forskot í efsta sæti þegar fimm leikir eru eftir.

Stjarnan er áfram í sjötta sæti eftir leikinn. Þeir hafa 28 stig, jafnmörg og Breiðablik og Fylkir og stigi meira en KR. Stjarnan og KR hafa hins vegar leikið einum leik færra.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Mikilvægur sigur KR-inga

Fótbolti

Enn eitt jafnteflið hjá KA