Hólmbert Aron til Ítalíu

Mynd með færslu
Hólmbert Aron og forráðamenn Álasunds á góðri stundu. Framherjinn er vægast sagt ósáttur við norska félagið. Mynd: aafk.no - RÚV

Hólmbert Aron til Ítalíu

01.10.2020 - 12:16
Hólmbert Aron Friðjónsson, landsliðsmaður í fótbolta, hefur skrifað undir samning við ítalska b-deildarliðið Brescia. Þetta kemur fram á mbl.is.

Mbl.is hefur þetta eftir heimildum sínum.

Hólmbert Aron hefur verið á mála hjá Álasundi í Noregi frá 2018 og í sumar og haust hefur hann skorað 11 mörk fyrir félagið. Þrír mánuðir eru eftir af samningi hans við Álasund.

Hjá Brescia hittir Hólmbert Aron fyrir Birki Bjarnason sem gekk til liðs við félagið í janúar síðastliðnum og féll með því úr a-deildinni í sumar.

Hólmbert Aron er uppalinn hjá HK og lék með Fram, KR og Stjörnunni hér heima. Hann á að baki 4 a-landsleiki og hefur skorað í þeim 2 mörk. Hann skoraði mark Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði og fiskaði vítið sem Ísland fékk gegn Englandi í sömu keppni.