Hlöllabátum í Smáralind lokað vegna smits

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - RÚV
Útibúi Hlöllabáta í Smáralind hefur verið lokað eftir að starfsmaður skyndibitakeðjunnar þar greindist með kórónuveiruna. Útibúið verður lokað næstu sjö daga. Allir starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu Sigmari Vilhjálmssyni, forsvarsmanni Hlöllabáta.

Þar kemur jafnframt fram að fyrirtækið ætli að bjóða öllum starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar og smitrakningateymisins upp á frían Hlöllabát sem þakklætisvott fyrir þeirra framlag. „Það er gott að finna hversu vel er haldið á málum hjá sóttvarnalækni,“ segir í yfirlýsingunni.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi