Harpa fær 150 milljónir vegna faraldursins

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - RÚV
Fjármálaráðherra leggur til að tónlistar-og ráðstefnuhúsið Harpa fái 150 milljónir til að bregðast við breyttu starfsumhverfi vegna kórónuveirunnar. Þá þarf að verja 195 milljónum vegna ýmissa viðhaldsframkvæmda við húsið en sú upphæð er hluti af fjárfestingaátaki til að sporna gegn niðursveiflu efnahagslífsins.

Í frumvarpinu er einnig að finna heimild fjármálaráðherra um að ganga til samninga við borgina um nýtt fyrirkomulag eignarhalds og rekstrar Hörpu og til að yfirtaka í því sambandi skuldbindingar sem tengjast fasteigninni að hluta eða öllu leyti. 

Heimildin er víkkuð út þannig að hægt verði að bregðast við rekstrarvanda hússins sem hefur orðið fyrir nær algjöru tekjufalli vegna farsóttarinnar, segir í frumvarpinu.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi