Arsenal sló Liverpool út í vítakeppni

epa08714044 Arsenal's goalkeeper Bernd Leno (R) in action during the English Carabao Cup 4th round soccer match between Liverpool FC and Arsenal FC in Liverpool, Britain, 01 October 2020.  EPA-EFE/Laurence Griffiths / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Arsenal sló Liverpool út í vítakeppni

01.10.2020 - 20:49
Arsenal vann í kvöld sigur á Liverpool í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta eftir vítaspyrnukeppni. Rúnar Alex Rúnarsson kom ekki við sögu í leiknum fyrir Arsenal.

Hvorugu liði tókst að skora í venjulegum leiktíma og því þurfti vítaspyrnukeppni til að fá fram úrslitin. James Milner, Gini Wijnaldum og Takumi Minamino skoruðu úr þremur fyrstu spyrnum Liverpool og Alexandre Lacazette og Cedric Soares úr fyrstu tveimur vítum Arsenal. Adrian markvörður Liverpool varði hins vegar þriðju spyrnu Arsenal frá Mohamed Eleny.

Bernd Leno markvörður Arsenal hélt sínu liði inn í leiknum þegar hann varði svo fjórðu spyrnu Liverpool frá Divock Origi og Ainsley Maitland-Niles jafnaði í 3-3. Curtis Jones og Nicolas Pepe skoruðu svo fyrir bæði lið og við tók bráðabani. Í bráðabananum varði Leno strax frá Harry Wilson og Joe Willock tryggði Arsenal sigurinn með því að skora úr sjötta víti Arsenal. Lundúnaliðið er því komið í 8-liða úrslit deildabikarsins.

Í hinum leikjum kvöldsins vann Stoke 1-0 sigur á Aston Villa og Brentford burstaði Fulham, 3-0.