Samtals níu tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í september. Átta þeirra eru í ferðaþjónustu og ein í mannvirkjagerð.
Samtals fengu því samtals 324 starfsmenn uppsagnarbréf í hópuppsögnum í september. Níunda tilkynningin um hópuppsögn barst síðdegis í gær.
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnanir vill þó benda á að þótt tölurnar séu háar megi ekki gleyma að árstíðabundinn samdráttur í ferðaþjónustu hefur líka ákveðin áhrif. Síðasta haust var nokkuð um uppsagnir í ferðaþjónustunni segir Unnur.
Bráðabirgðatölur Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir að atvinnuleysi í september sé um 10%. Að sögn Unnar liggur ekki fyrir hvernig háttar með uppsagnarfrest þeirra sem sagt var upp í september. Það skýrist þegar umsóknir um atvinnuleysisbætur taka að berast.