Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

33 innanlandssmit og átta liggja inni á Landspítala

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
33 ný innanlandssmit greindust í gær og var rúmlega helmingur þeirra í sóttkví. Nýgengi smita heldur áfram að hækka hér á landi og er nú komið í 140 smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur. Átta sjúklingar liggja inni á Landspítalanum, þar af eru tveir á gjörgæslu. 551 er í einangrun. Enginn greindist með veiruna við skimun á landamærunum.
 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV