Tottenham í 8 liða úrslit eftir vítakeppni

epa08706834 Tottenham's players celebrate after winning on penalties against Chelsea during the English Carabao Cup 4th round match between Tottenham Hotspur and Chelsea in London, Britain, 29 September 2020.  EPA-EFE/Matt Dunham / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Tottenham í 8 liða úrslit eftir vítakeppni

29.09.2020 - 21:13
Tottenham komst í kvöld í 8 liða úrslit ensku deildarbikarkeppninnar í fótbolta eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 1-1. Eric Lamela skoraði jöfnunarmark fyrir Tottenham á 83. mínútu eftir að Timo Werner hafði komið Chelsea yfir á 18. mínútu.

 

Ekki er framlengt í deildarbikarnum og því farið beint í vítaspyrnukeppni. Tottenham skoraði úr öllum fimm vítaspyrnum sínum en Mason Mount skaut boltanum í utanverða stöngina í lokaspyrnu Chelsea.

Þetta var fyrsti leikur 16 liða úrslitanna sem halda áfram á morgun og á fimmtudag.