Metfjöldi smita í Bretlandi

29.09.2020 - 16:06
epa08695213 Customers leave a restaurant at 10pm in  Soho in London, Britain, 24 September 2020. The UK government has announced that pubs, bars and restaurants must close by 10pm starting Thursday 24 September. The new restrictions have been put in place to help curb the recent spike in cases of Coronavirus in the UK.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
7.143 kórónuveirusmit voru greind í Bretlandi síðastliðinn sólarhring, fleiri en nokkru sinni frá því að heimsfaraldurinn brast á. Sólarhringinn á undan voru þau rúmlega fjögur þúsund. Alls lést 71 sjúklingur í landinu úr COVID-19. Þeir hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring frá 1. júlí. Líkast til eru þetta þó mun færri smit en í apríl og maí þegar sérfræðingar áætluðu að þau væru yfir 100 þúsund á hverjum sólarhring.
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi