Kvöldfréttir: Óttast atvinnuleysi 30.000 launþega

29.09.2020 - 18:51
Framkvæmdastjóri SA segir að aðgerðir stjórnvalda til að mæta ólgu á vinnumarkaði vegi upp á móti kostnaði af launahækkunum en enginn fari sáttur frá borði. Hann óttast að allt að 30 þúsund verði atvinnulaus um áramót.

Sex eru á spítala og tveir alvarlega veikir á gjörgæslu með COVID-19. Þriðja bylgja faraldursins gengur hægt niður, samkvæmt nýrri spá. Mánuður gæti liðið þar til færri en tíu smit greinast á dag. 

45 börn eru nú með virkt smit, flest á táningsaldri. Þrjú ungbörn eru með sjúkdóminn á Íslandi. Meira en 200 börn í Vesturbæ Reykjavíkur þurftu að fara í sóttkví um helgina eftir að smit greindist á frístundaheimili.  

Búist er við hörðum orðaskiptum milli Donalds Trump og Joe Biden í fyrstu kappræðum forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum sem fara fram í nótt. Fréttaskýrandi segir líkur á að Trump ráðist persónulega á fjölskyldu Bidens.

Fjárhundurinn Tímon fannst um helgina heill á húfi eftir tíu daga í sprungu á Melrakkasléttu. Eigandinn segir erfitt að lýsa augnablikinu þegar hann fannst 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi