Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Bandaríkjamenn mega áfram hala niður TikTok

28.09.2020 - 04:58
epa08516566 A woman opens the Chinese video-sharing app TikTok on her smartphone, in Bhopal, central India, 29 June 2020. India's national government in New Delhi has announced it is banning 59 Chinese phone applications ? including the increasingly-popular apps TikTok, Helo and WeChat ? citing national security concerns. The decision comes amid India's ongoing territorial dispute with China in the Galwan valley of the eastern Himalayan region of Ladakh.  EPA-EFE/SANJEEV GUPTA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Alríkisdómari í Washington kom í gærkvöld í veg fyrir að Bandaríkjastjórn geti lagt bann á að bandarískir notendur hlaði niður myndbandsappinu TikTok. Bannið átti að taka gildi á miðnætti að bandarískum austurstrandartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. 

Að sögn AFP fréttastofunnar var úrskurðurinn innsiglaður, og því hafa röksemdir hans ekki verið birtar. Bann við niðurhali átti að taka gildi í nótt, en lokað verður á appið í Bandaríkjunum 12. nóvember. Því banni fékk TikTok ekki hnekkt.

Stjórn Donalds Trumps segir TikTok ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Appið er í eigu kínversks fyrirtækis, sem er tengt kínverskum stjórnvöldum. Bandaríkjastjórn vill banna notkun þess í Bandaríkjunum, nema starfsleyfi þess verði selt bandarísku fyrirtæki. Stjórnvöld telja að kínversk yfirvöld fái gögn um notendur appsins.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV