Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Yfir milljón látnir af völdum COVID-19

27.09.2020 - 23:28
Freshly-dug graves in a row at Johannesburg's main Westpark Cemetery, Thursday, July 9, 2020. The Africa Centers for Disease Control and Prevention says the coronavirus pandemic on the continent is reaching "full speed" after cases surpassed a half-million and a South African official said a single province is preparing 1.5 million gravesites, the Africa CDC chief says it's good to prepare for the "worst-case scenario." (AP Photo Denis Farrell)
 Mynd: AP
Yfir milljón hefur nú látist af völdum COVID-19, um tíu mánuðum eftir að kórónuveiran sem veldur honum greindist fyrst í Kína. Rúmlega 33 milljónir tilfella hafa greinst á heimsvísu.

Faraldurinn hefur gjörbreytt daglegu lífi stórs hluta mannkyns. Efnahagsleg áhrif hans eru gríðarleg, hann veldur mikilli spennu á milli ríkja og afþreyingar- og ferðaiðnaðurinn eru nánast lamaðir.

Fimmtungur allra dauðsfalla á heimsvísu er í Bandaríkjunum, rúmlega 200 þúsund talsins. Næst flestir hafa láti ðlífið af völdum veirunnar í Brasilíu, yfir 140 þúsund, og fjöldi látinna nálgast óðum 100 þúsund í Indlandi. Þar fer tilfellum hraðast fjölgandi um þessar mundir, eða um 80 þúsund á dag. Alls eru yfir sex milljónir tilfella staðfest á Indlandi, rúmlega milljón færri en í Bandaríkjunum. Um 4,7 milljónir tilfella hafa greinst í Brasilíu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV