Leicester skoraði fimm mörk á móti Man City

epa08702065 Jamie Vardy (R) of Leicester celebrates after scoring his second goal during the English Premier League match between Manchester City and Leicester City in Manchester, Britain, 27 September 2020.  EPA-EFE/Cath Ivill / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Leicester skoraði fimm mörk á móti Man City

27.09.2020 - 20:44
Varnarleikur Man City var í molum gegn Leicester í dag en liðið fékk á sig fimm mörk. Varnarleikur Wolves var ekki mikið betri þegar að liðið fékk á sig fjögur mörk gegn West Ham.

Leikurinn á Etihad-vellinum byrjaði vel fyrir Man City í dag þegar að Riyad Mahrez kom þeim yfir strax á fjórðu mínútu með glæsilegu marki þar sem Kasper Schmeichel átti aldrei möguleika í marki Leicester. Á 37. mínútu var hinsvegar komið að sýningu frá Jamie Vardy. Hann jafnaði þá leikinn með marki úr vítaspyrnu sem hann hafði sjálfur fiskað. Á 54. mínútu var komið að öðru marki Leicester og aftur var það Jamie Vardy sem skoraði. Vardy náði svo þriðja marki sínu með öðru víti á 58. mínútu. Vítið var dæmt eftir að Eric Garcia braut á Vardy innan teigs. 

Á 77. mínútu var röðin komin að James Maddison sem skoraði stórglæsilegt mark með góðu skoti utan teigs sem hafnaði í samskeytunum. Nathan Ake náði að minnka muninn sex mínútum fyrir leikslok en Leicester tryggðu sér öruggan sigur þegar að liðið fékk sína þriðju vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok. Þá var Jamie Vardy farinn af velli og það kom því í hlut Youri Tielemans að taka vítið og skoraði hann af öryggi. Leicester tryggðu sér því óvæntan 5 - 2 sigur. 

Fyrsti sigur West Ham

Í Lundúnum var lið Úlfanna mætt til að keppa við West Ham. Heimamenn komust yfir á 17 mínútu með marki frá Jarrod Bowen. Hann var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu og staðan því orðin 2 - 0 fyrir West Ham. Þeir voru þó langt frá því hættir og á 66. mínútu skoraði Raul Jimenez, hann setti þá boltann í eigið mark og sjálfsmarkið breytti stöðunni í 3 - 0. Lokamark leiksins kom svo í uppbótartíma þegar að Sebastien Haller gulltrygði öruggan 4 -0 sigur West Ham.

Sigurinn var nauðsynlegur fyrir West Ham sem hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni. Þriðju umferð deildarinnar lýkur á morgun með tveimur leikjum. Þá tekur Fulham á móti Aston Villa og Liverpool og Arsenal mætast í stórleik umferðarinnar.