Allir leikmenn KR og Keflavíkur í sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: Heilbrigðisstofnun Bandaríkjan

Allir leikmenn KR og Keflavíkur í sóttkví

27.09.2020 - 12:41
Allir leikmenn í KR og Keflavík eru í sóttkví eftir að COVID-19 smit greindist hjá öðru liðinu. Liðin áttust við í fyrstu umferð Dominosdeildar kvenna í körfubolta.

Samkvæmt heimildum karfan.is kom smitið upp eftir leik liðanna í fyrstu umferð og þurfa því leikmannahópar beggja hópa að fara í sóttkví. Í næstu umferð átti KR að mæta Val og Keflavík átti að mæta liði Skallagríms. Búið er að fresta báðum viðureignum.