Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna

26.09.2020 - 19:19

Höfundar

Bein útsending frá keppninni sem átti að fara fram í vor en var slegið á frest vegna COVID-19. Vonarstjörnur íslenskrar tónlistar þenja raddböndin að þessu sinni í Exton í Kópavogi.

Keppnin hefur verið haldin nánast á hverju ári frá 1990 og er stærsti árlegi viðburðurinn í félagslífi framhaldsskólanema. Vegna sóttvarnareglna fer hún fram án áhorfenda í ár en söngfuglarnir munu stíga á stokk að venju og syngja fyrir áhorfendur heima í stofu.