Óvæntur sigur Augsburg kom þeim á toppinn

epa08699064 Andre Hahn (2-R) of FC Augsburg and Erling Haaland (R) of Borussia Dortmund clash during the German Bundesliga soccer match between FC Augsburg and Borussia Dortmund at WWK-Arena in Augsburg, Germany, 26 September 2020.  EPA-EFE/Alexander Hassenstein / POOL DFL regulations prohibit any use of photographs as image sequences and/or quasi-video.
 Mynd: EPA-EFE - Getty Images POOL

Óvæntur sigur Augsburg kom þeim á toppinn

26.09.2020 - 21:05
Sex leikir fóru fram í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Augsburg vann óvæntan sigur á Dortmund og Bayer Leverkusen og RB Leipzig gerðu jafntefli í stórleik dagsins.

Dortmund stillti upp sterku byrjunarliði gegn Augsburg í dag. Liðið innihélt marga af efnilegustu leikmönnum heims en fjórir leikmenn í byrjunarliði þeirra eru fæddir árið 2000 eða síðar. Alfreð Finnbogason var á varamannabekk Augsburg en hann kom inn á þegar að 62. mínútur voru liðnar af leiknum en þá höfðu Felix Uduokhai og Daniel Caligiuri þegar komið heimamönnum 2 - 0 yfir og það reyndust vera lokatölur leiksins. 

Bayer Leverkusen tók á móti RB Leipzig í stórleik dagsins og það voru gestirnir sem komust yfir á 14. mínútu með marki frá Emil Forsberg. Aðeins sex mínútum síðar jöfnuðu heimamenn þegar að Kerem Demirbay skoraði og var það lokamark leiksins. 

Ófarir Schalke héldu svo áfram þegar að liðið tapaði á heimavelli gegn Werder Bremen. Liðið spilaði afar illa þegar að þýska deildin hélt áfram eftir COVID-hlé á síðasta tímabili og tapaði svo fyrsta leik sínum á þessu tímabili 8 - 0 gegn Bayern Munchen. Þeir voru þremur mörkun undir í dag eftir klukkutíma leik en náðu að klóra í bakkann í uppbótartíma með sínu fyrsta marki á tímabilinu. Lokatölur því 1 - 3 fyrir Werder Bremen.

Önnur úrslit í þýsku deildinni í dag:

Borussia M’Gladbach 1 - 1 Union Berlin
Mainz 05 1 - 4 Stuttgart
Arminia Bielefeld 1 - 0 Köln