Kardináli segir óvænt af sér

26.09.2020 - 01:36
epa08695590 (FILE) - Substitute of the Vatican Secretary of State and Special Delegate for the Sovereign Military Order of Malta from Italy, Giovanni Angelo Becciu during the Ordinary Public Consistory mass to create 14 new cardinals from 11 countries in Saint Peters Basilica at the Vatican, 28 June 2018 (reissued 25 September 2020). The Holy See has announced that Cardinal Giovanni Angelo Becciu has unexpectedly resigned from his office. Cardinal Becciu was involved in a controversial deal of purchasing a luxury building in London with church funds. The transaction has since been the subject of a financial investigation.  EPA-EFE/CLAUDIO PERI
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Einn áhrifamesti kardináli Vatíkansins, Ítalinn Angelo Becciu, sagði stöðu sinni óvænt lausri í gær. Engin skýring var gefin á uppsögninni í tilkynningu páfadóms. Þar segir aðeins að páfinn sjálfur hafi samþykkt uppsögnina.

Becciu var einn nánasti ráðgjafi Frans páfa. Eftir langan feril í Vatíkaninu var hann gerður að kardinála sumarið 2018. Hann hefur meðal annars haft yfirumsjón með deildum páfadóms sem sjá um páfablessun og hverjir hljóta dýrlingsnafnbót.

Uppsögnin óvænta gæti reyndar verið refsing gegn hinum 72 ára gamla Becciu. Deutsche Welle hefur eftir Becciu sjálfum að Frans páfi hafi tjáð honum að hann bæri ekki lengur traust til hans. Páfanum hafi verið tjáð af saksóknara að Becciu hafi dregið að sér fé. Becciu er tengdur rannsókn í Vatíkansins á fasteignaviðskiptum í Chelsea-hverfinu í Lundúnum.

Rannsóknin hefur staðið yfir í um ár. Greitt var fyrir fjárfestingu á uppbyggingu lúxusíbúða í Lundúnum með peningum úr sjóðum og fyrirtækjum sem eru á aflandseyjum. Verkefnið hófst árið 2014, þegar Becciu vann á ráðuneytisskrifstofu páfadóms. Lögreglan í Vatíkaninu gerði húsleit á ráðuneytisskrifstofunni í fyrra og gerði fjármálaskjöl og tölvur upptækar. Fimm var vikið frá störfum vegna málsins. Becciu sjálfur varði fjárfestinguna í viðtali fyrr á árinu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi