Höfundur eðlufólksins ávarpaði mótmælendur í Lundúnum

epa08699359 British Conspiracy theorist David Icke speaks to a large crowd at a rally in Trafalgar Square in London, Britain, 26 September 2020. Thousands of people turned out to attend the 'We Do Not Consent' rally to protest against new government Coronavirus restrictions.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tíu voru handteknir og fjórir lögreglumenn slösuðust þegar til átaka kom þegar lögreglan í Lundúnum leysti upp mótmæli fólks sem er á móti aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Meira en tíu þúsund tóku þátt. Tólf lögreglumenn slösuðust í svipuðum mótmælum í síðustu viku.

Meðal þeirra sem tók þátt í dag var samsæriskenningasmiðurinn David Icke. Hann hefur meðal annars haldið því fram að heiminum væri stjórnað af eðlufólki, þeirra á meðal væri breska konungsfjölsyldan. 

Mótmælendur héldu meðal annars á lofti kröfuspjöldum þar sem efast var um ágæti bóluefnis.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerði slíkar hugmyndir að umtalsefni í ávarpi sínu á allsherjarfundi Sameinuðu þjóðanna í dag og kallaði andstæðinga bóluefna „klikkhausa“.

Hertar aðgerðir hafa tekið gildi á Bretlandi vegna útbreiðslu farsóttarinnar. Nú mega ekki fleiri en sex koma saman og veitingastöðum og krám ber að loka klukkan tíu á kvöldin.
 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi