35 starfsmenn LSH í einangrun – 184 í sóttkví

26.09.2020 - 15:28
Mynd með færslu
 Mynd: Rúv - Kveikur
Landspítali var færður upp á hættustig um seinustu helgi og hefur viðbragðsáætlun vegna farsótta því verið virkjuð. Margir starfsmenn hafa ýmist smitast af veirunni eða þurft að fara í sóttkví. Í dag eru 35 starfsmenn spítalans í einangrun, og 184 eru í sóttkví.

Þetta kemur fram á vef spítalans. Á meðan hættustig er í gildi funda viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd á hverjum degi og meta stöðuna á spítalanum.

Þeim tilmælum er beint til starfsmanna að fylgjast náið með upplýsingum frá spítalanum og tilkynningum. Stjórnendur eru beðnir að sjá til þess að uppfærðar upplýsingar um hvernig unnt er að ná í starfsfólk liggi fyrir og hvetja það til að fylgjast með tilkynningum á miðlum spítalans.

Tveir sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar og 437 sjúklingar eru í eftirliti göngudeildar Covid-19.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi