Danskir gestgjafar þurfa að fækka á gestalistanum

epa08617772 The last guests arrives before 11 pm at Ibiza Beach Bar, in Copenhagen, Denmark, August, 21 August 2020 (issued 22 August 2020). The government demand bars to keep its doors closed for new guests after 11 pm to be allowed to stay open until 2 am. for guests who are already inside.  EPA-EFE/Oafur Steinar Rye Gestsson  DENMARK OUT
Næturlífið hefur verið fjörugt í Kaupmannahöfn í sumar en nú verður fólk að skemmta sér í sinni „kórónuveirubólu“. Mynd: EPA - RÚV
Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til enn frekari aðgerða til að reyna hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Aðeins mega 50 koma saman og gildir þá einu hvort það sé á veitingastöðum eða í einkaveislum. Reglurnar taka gildi á hádegi á morgun. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt fyrir þá sem höfðu skipulagt veislu á morgun. Þeir verða að beita niðurskurðahnífnum á gestalistann,“ sagði heilbrigðisráðherra Danmerkur á blaðamannafundi í dag.

Þetta kemur fram á vef DR.

678 ný kórónuveirusmit greindust í Danmörku síðasta sólarhringinn en aldrei áður hafa jafn margir greinst með veiruna frá því að faraldurinn hófst í mars.  Nýgengi smita á Norðurlöndum á hverja hundrað þúsund íbúa er hvergi hærra en í Danmörku. 

Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, sagðist á fundinum í dag hafa verulegar áhyggjur af þróun mála. Þess vegna hefði meðal annars verið ákveðið að framlengja reglur um opnun skemmtistaða og veitingastaða til 18. október. Þeim verður áfram gert að loka klukkan tíu á kvöldin.

Heunicke sagðist hafa fulla samúð með þeim sem hefðu skipulagt veislu á morgun þegar hinar nýju reglur taka gildi. Þær munu þó ekki ná til heimahúsa þar sem lögreglan getur ekki haft eftirlit með slíkum veislum en ekkert mælt með slíku samkomuhaldi. „Það má segja að við séum að skrúfa fyrir veisluhöld til að geta haldið samfélaginu eins mikið gangandi og hægt er.“

Þeir sem væru með langan gestalista þyrftu því einfaldlega að vera með niðurskurðahnífinn á lofti.

Allan Randrup Thomsen, prófessor í veirufræði, segir í samtali við DR að almenningur geti ekki vænst þess að lífið verði eðlilegt á ný fyrr en það sé komið bóluefni. „Góð læknismeðferð getur aldrei komið í stað bóluefnis. Farsóttin á því að eftir ganga í svona bylgjum þar til bóluefni er komið á markað.“

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi